Dóttursjóðir AuroruFréttir

20/11/2014 : Fundur með forseta Sierra Leone

Fulltrúar Auroru velgerðasjóðs áttu fund með forseta Sierra Leone Dr.Ernest Bai Koroma í State House í boði forsetafrúarinnar.  Markmið fundarins var að kynna fjárfestingaáætlun sjóðsins fyrir fiskiðnaðinn í landinu og framlag sjóðsins til góðgerðamála í Sierra Leone.

20/11/2014 : Forsetafrú Sierra Leone veitir sjúkragögnum móttöku

Aurora hefur nú formlega afhent þau tvö tonn af sjúkragögnum; lyfjum og tækjum til meðhöndlunar á Ebólu sjúklingum í Sierra Leone eftir beiðni frá forsetafrú landsins Frú Sia Nyama Koroma.               Á myndinni eru Ólafur, forsetafrúin, Felix og Steve.

18/11/2014 : Sagan hennar Hawa frá Sierra Leone

Hawa er ung stúlka sem Ólafur og félagar hittu í Tombo, sem er nýbyggð löndunarstöð um klukkutíma frá Freetown, höfuðborg Sierra Leone.  Hawa giftist sér eldri manni sem vinnur sem öryggisvörður í löndunarstöðinni.  Þegar Ólafur hitti hana þá var hún að þvo þvottinn sinn ásamt þvotti fyrstu eiginkonu mannsins síns.  I raun er hún bæði þerna og hjákona sem býr í kofa á klettunum við löndunarstöðina.


Á myndinni er Hawa 19.ára með Abdul 59.ára gömlum eiginmanni sínum og yngsta barni þeirra.  Myndin er tekin af Ólafi Ólafssyni við heimili þeirra

Fréttasafn

Flýtileiðir

krakkar