Dóttursjóðir AuroruFréttir

12/10/2016 : Aurora velgerðasjóður lýkur tilraunaverkefnum Kraums tónlistarsjóðs og Hönnunarsjóðs Aurora eftir að hafa veitt 315 milljónum í fjölda verkefna sjóðanna síðan 2008

Aurora velgerðasjóður sem stofnaður var árið 2007, hefur frá upphafi lagt áherslu á stuðning við tónlistar- og hönnunarlíf landsins. Í því markmiði stofnaði Aurora tvo sjálfstæða sjóði á árunum 2008 og 2009, en það voru sjóðirnir Kraumur tónlistarsjóður og Hönnunarsjóður Auroru. 

22/9/2016 : Dapurlegar fréttir af fiskimiðum Vestur Afríku

Dagblaðið The Independent stundar nú rannsóknarblaðamennsku á ískyggilegu vandamáli sem mörg Vestur-Afríkuríki glíma við en um er að ræða nýtingu aflaverðmæta til bræðslu og dýraeldis í stað manneldis. Aurora velgerðasjóður starfar nú að viðamiklu sjávarútvegsverkefni í Sierra Leone sem miðar einmitt að því að berjast gegn neikvæðum áhrifum erlendra ríkja í fiskvinnslu Vestur-Afríkuríkja með því að byggja upp þekkingu á veiðum og vinnslu - en þið getið lesið um það verkefni hér.


2/9/2016 : Sjávarútvegsverkefni Aurora velgerðasjóðs í Sierra Leone fær íslenska hraðfiskibáta og skipstjóra

Stjórn Aurora velgerðasjóðs tók í vikunni þá ákvörðun að kaupa ætti dagróðrarbáta á Íslandi til að fara með til Sierra Leone vegna sjávarútvegsverkefnis sem sjóðurinn tekur þátt í með stjórnvöldum og heimamönnum í Sierra Leone. Verkefnið er til 10 ára og miðar að því að nýta fjórar fiskvinnslu- og löndunarstöðvar til kennslu og uppbyggingar, kortlagningu fiskimiða og kennslu við veiðar auk hráefnisöflunar.

Fréttasafn

Flýtileiðir

strakur

Þetta vefsvæði byggir á Eplica