Styrkveitingar

Aurora Velgerðasjóður hefur frá stofnun úthlutað um 100 milljónum á ári til ýmissa verkefna sem falla undir þau meginmarkmið sjóðsins að stuðla að og styrkja menningar- og velgerðamál hér á Íslandi og erlendis.  


Áhersla er lögð á að styrkja verkefni myndarlega þannig að styrkurinn skipti sköpum fyrir verkefnið sem og að velja verkefni sem geta haft víðtæk áhrif og jafnvel virkað sem vítamínssprauta útí samfélagið.


Sækja um

Dóttursjóðir AuroruFréttir

10/2/2014 : Lokaskýrslur frá Unicef eftir lok fimm ára verkefnis í Sierra Leone

IMG_0647

Stærsta og veigamesta verkefni sem Aurora hefur farið í er fimm ára menntaverkefni í Afríkuríkinu Sierra Leone unnið í samvinnu við Unicef á Íslandi og Unicef í Sierra Leone.  Verkefnið gekk út á það að byggja upp barnvænt menntakerfi og skólahúsnæði einkum með þarfir stúlkubarna í huga.  Aurora ráðstafaði rúmlega 200 milljónum króna til verkefnisins.

Lokaskýrslurnar má nálgast inná verkefni / Sierra Leone hér á heimasíðunni.
Fulltrúar Auroru og Unicef fóru í ferð til Sierra Leone og má sjá myndir úr þeirri ferð á myndasíðunni.

18/12/2013 : Kraumslistinn kynntur í sjötta sinn !

kraumslistinn

Á Kraumslistanum í ár er að finna sjö framúrskarandi plötur frá metnaðarfullu tónlistarfólki. Tónlistarárið 2013 var fjölbreytt og spennandi og allar þær útgáfur sem fengu tilnefningu á Úrvalslista Kraums bera þess merki að unnið hefur verið að þeim af alúð og mikið verið í þær lagt. Hér er að finna vönduð verk eftir hugmyndaríkt, áræðið og umfram allt framúrskarandi listamenn.

26/11/2013 : Ellefta úthlutun Hönnunarsjóðs Auroru

158_styrkhafarhaAð þessu sinni bárust sjóðnum 70 umsóknir af öllum sviðum hönnunar.  Sérstök áhersla er lögð á arkitektúr að þessu sinni, þar sem verkefnið HÆG BREYTILEG ÁTT sem Hönnunarsjóður Auroru hefur verið með í undirbúningi og kynnt var á viðburði á HönnunarMars í vor fær sérstakan stuðning.

Fréttasafn

Flýtileiðirungi

Útlit síðu: