Dóttursjóðir AuroruFréttir

15/4/2016 : Aurora velgerðasjóður tekur þátt í söfnun Hrossaræktar.is fyrir Neistann og Kraft


Aurora velgerðasjóður lagði 5 milljónir króna í söfnun Hrossaræktar.is til styrktar Neistanum, styrktarfélags hjartveikra barna, og Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Styrkurinn var afhentur laugardaginn 9. apríl í miðri Stóðhestaveislu sem fram fór í Samskipahöllinni. Söfnuninni var hrint af stað þetta laugardagskvöld og mun hún standa út júní. Heildarupphæðin verður síðan afhent á landsmóti hestamanna í júlí.

18/3/2016 : Aurora heldur tölvunámskeið og gefur 85 tölvur til ungmenna í Sierra Leone


Aurora velgerðarsjóður í samstarfi með SAMSKIP og Idt labs héldu frítt tölvunámskeið fyrir 85 ungmenni í Freetown, höfuðborg Sierra Leone. Unga fólkið sótti vikulangt námskeið um notkun internetsins og helstu forrita á borð við Excel og Word. Að námskeiðinu loknu voru allir leystir út með viðurkenningaskjal og tölvu til eigin nota. Mikið þakklæti og ánægja var með þetta verkefni og voru margir að komast í kynni við tölvu í fyrsta sinn.

 18/1/2016 : Aurora skrifar undir samning um að byggja hreinlætisaðstöðu í fiskisamfélaginu í Goderich, Sierra Leone

Aurora velgerðasjóður hefur skrifað undir samning við sveitarstjórnina í Goderich, Sierra Leone um að byggja 8 salerni og 2 sturtuaðstöður á sameiginlegu svæði í Goderich, en íbúar þessa svæðis hafa ekki aðgang að neinu slíku. 

Fréttasafn

Flýtileiðir

fill

Þetta vefsvæði byggir á Eplica